Afsløppun

Erum í fríi, ég og litla stelpan mín.

Ég  vaknadi reyndar eldsnemma til ad skrifa greinargerd vardandi vinnuna, sækja um ákvedid fyrir ákvedinn bla bla bla. Fékk thad ekki í gegn, og bla bla bla, madur á ekki ad vinna thegar madur er í fríi. Freyja vaknadi seint, um 10 leitid. Rumskadi thegar ég fór á fætur, grét smá og sagdi ad hún saknadi pabba síns.

Vid fórum svo á fætur og fengum okkur sænskt braud, med sænsku mess-smør (vanillu-mysingur), med sænskri sultu, sænskan ost og danskan djús. MMMmmmmm. Thar byrjadi gódur dagur.

Vid dundudum okkur fram eftir morgni, Freyja fann dúkkur og afmæliskassann (med fánum, serviettum, gløsum og øllu møgulegu) og dundadi sér í fleiri tíma. Á tímabili spiladi hún líka tølvuspil, Peddersen og findus. Thad er fínt ad hún æfi sig smá í thví. Um fjøgur leitid var henni adeins farid ad leidast, en svo kom stelpa frá gøtunni heim úr FO- fritidsordningen, og thær léku sér í fleiri tíma. Svo matur og kíkja á blómin í gardinum og svo í háttinn. Thetta hljómar ekkert spennandi, en mikid er thad gott ad hafa engin pløn, ad vera ekki á leidinni neitt, ad eiga ekki von á neinum, ad gera bara eins og thad passar manni. Thad er talad mikid um stressud børn, og stressada foreldra sem skapa stressud børn. Held ad thad thurfi ad setja í løg, ad madur eigi ad halda svona daga med børnunum sínum. Thar sem madur hefur tíma til ad lesa, hlusta á gamaldags íslenska tónlist med Jón Múla og Melónur og Vínber fín. Vid greiddum líka hár tvisvar í dag, af thví ég fann lús í Freyju í gærkvøldi. Ca. 30 minútur í hvert skifti. Fyrst medan hún lék med dúkkurnar sínar og svo yfir einhverju barnaefni í sjónvarpinu. Mikid er framleitt margt lélegt barnaefni, verd stundum svo reid. Stýri thví samt slatta hvad hún sér, og slekk ef thad er of slæmt. Býd henni kannski ad sløkkva og velja svo annad í stadinn. Hún velur alltaf sjálf einhver søngmyndbønd, eda barbapabba (elskar thad enn thá) eda tjekknesku moldvørpuna, eda barbie. Mér finnst barbie ekki gott barnaefni, en thad er samtmorall, allir eiga ad vera gódir vid hvern annan.

Á morgun førum vid á listasafn hér í bænum (hún er ekki mikid fyrir thad nú, en verdur thad ørugglega á morgun thegar vid erum komnar). Thad er 2 tima prógramm fyrir 7-12 ára (hún er jú næstum 7) thar sem thau fá ad gera sinn eigin skúlptúr.

Á fimmtudaginn førum vid í heimsókn til einnar sem ég thekki smá, hún býr hér í bænum og er af sømu menntun og ég. Er med einn 3ja mánadar og vid hløkkum mikid til ad sjá baby.

Freyja og litlu stelpurnar í gøtunni (4 jafn gamlar, ein fædd sama dag og Freyja) eru gódar saman. Freyja er alltaf vellidin, og mikid í gangi. Thannig ad thad er gott ad vera í fríi og bara hafa tíma til ad verda gódar vinkonur.

Tharf ad vinna smá næstu kvøld, en nenni ekki í kvøld. Og veit eiginlega ekki hvort ég á ad gera thad. En thad væri gott ad koma aftur tilbaka úr fríi, og bunkarnir væru ekki svo háiir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband